Hreindýra­borgari

Já, hvers vegna ekki? Hamborgarar úr villibráðarkjöti eru vinsælir í Alaska, en þá er notað kjöt af elg eða hreindýri. Tilvalið er að glóðarsteikja hreindýraborgarana og best er að hafa þá frekar þykka, þeir verða að vera rauðir og safaríkir.

Það sem þarf:

400 gr hreindýrahakk
1 tsk paprikuduft
½ tsk cayenepipar
1 tsk salt
1 msk ólífuolía


1.Blandið öllu saman nema ólífuolíunni. Formið fjóra hamborgara og penslið þá með olíunni. Steikið þá á grilli.
2.Gott er að hita hamborgarabrauðið á grillinu. Á hamborgurunum er gott að hafa gráðost, rauðan lauk í örþunnum sneiðum, ósætt gróft sinnep, tómata í sneiðum og sýrðar gúrkur.
Tilvalið er að hafa með hrein­dýra­borg­ur­unum Coleslaw, sem er banda­rískt hrásalat.


Í Coleslawsalatið þarf:
¼ hvítkálshaus, rifinn niður með rifjárni
1 gulrót, rifin niður með rifjárni, - frekar fínt
1 dl majones
2 dl sýrður rjómi
1 msk rauðvínsedik
salt og pipar

1.Blandið saman majonesi og sýrðum rjóma. Bragðbætið með rauðvínsediki. Kryddið með salti og pipar.
2.Blandið grænmetinu saman við sósuna.
Með hreindýraborgurunum er gott að hafa kaldan bjór.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband