Kjúklingaspjót m/hnetusósu

300g Kjúklingahakk eða kjúklingakjöt
1 knippi sítrónugras eða
3 cm af púrrulaukur
1 hvítlauksrif
1/2 chilipipar eða
1/tsk chilipipar úr krukku
koríander
1 egg
1/2-1 dl maismjöl
salt

Blandið öllu saman í hakkavél og mótið á spjót eða bollur. Ef blandan er of blaut setjið meira af maismjöli. Steikið á pönnu eða grilli.

Hnetusósa

2dl jarðhnetur
1/2 lítill laukur
1 hvítlauksrif
1 tsk karrý
2 dl kókosmjólk
1/2 tsk sambal oelek eða
1/2 tsk chilipipar
1/2 msk rifinn ferskur engifer
1-2 msk sojasósa

Fínhakkið jarðhneturnar. Fínhakkið laukinn og steikið með hvítlauksrifi, karrý í 1 msk olíu í nokkrar mínutur. Bætið kókosmjólkinni saman við svo sambal oelek, engiferi og sojasósu. Látið sjóða í 5 mínútur. Bætið jarðhnetunum saman við og hitið.

Berið fram með hrísgrjónum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband