Döðlu draumterta

Efni:
1 bolli döðlur smátt skornar, 100 gr saxað súkkulaði, 3 msk hveiti, 2 egg, 2½ - 3 msk kalt vatn, 1 bolli sykur, 1 tsk lyftiduft, 1 tsk vanilludropar og 1 Marengsbotn No 1 (sjá botnar)
Krem:
2 eggjarauður, 3 msk sykur, 50 gr suðusúkkulaði, 2 pela rjómi.

Aðferð:
Öllu blandað saman, sett í vel smurt hveitistráð form og bakað við 150 °C í 40 - 45 mínútur.

Krem:
Eggjarauður og sykur þeytt saman og súkkulaðið brætt og látið kólna og þá þeytt saman við. Rjóminn þeyttur og helmingurinn settur ofan á döðlubotninn en hinn helmingurinn blandaður kreminu.Smá hluti af kreminu settur ofan á döðlubotninn, en restin sett yfir marengsbotninn sem kemur ofan á döðlubotninn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband