Krækiberja/skyrterta.

5 dl krækiber
1 dl sykur
2 epli
1 pk. sítrónuhlaup (hér var notað Torohlaup)
2 dl sjóðandi vatn (minna en gefið er upp)
5 dl Rice Krispies
dl hunang
dl brætt smjör
1 stór dós hreint skyr
2 egg
1 peli rjómi

1. Setjið krækiberin á fat og stráið sykri yfir, merjið berin örlítið saman við sykurinn, t.d. með kartöflustappara. Afhýðið eplin og rífið gróft, setjið saman við krækiberin. Látið bíða í 1 klst.

2. Leysið hlaupduftið upp í 2 dl af sjóðandi vatni, helmingi minna en segir á umbúðum. Kælið án þess að hlaupi saman.

3. Bræðið saman smjör og hunang, t.d. í örbylgjuofni. Hrærið Rice Krispies saman við. Setjið á botninn á djúpu flatbotna fati eða skál með stórum flötum botni.

4. Þeytið eggin saman við skyrið. Blandið kældri hlaupblöndunni út í, síðan krækiberja/eplablöndunni og loks þeyttum rjómanum. Hellið varlega ofan á fatið með Rice Krispies. Setjið í kæliskáp og látið vera þar í 4­6 klst. eða lengur.

5. Berið fram með kaffi eða sem ábætisrétt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband