Rúnnstykki

50 g pressuger
6 dl volg mjólk
1 kg bökunarhveiti
1 msk salt
1 msk sukker
50 g smjör
1 msk olía

1 þeytt egg
Sesamfræ / birkifræ

Leysið gerið upp í volgri mjólk. Blandið sykri og salti í hveitið bætið því síðan í gerblönduna, nógu til að hægt sé að hnoða deigið.

Hnoðið í 5 mínútur og bætið síðan smjörinu í. Bætið hveiti eftir þörfum, án þess þó að deigið verði of þurrt..

Hnoðið í 10 mínútur í viðbót. Smyrjið skál með matarolíu og setjið deigið þar í. Látið lyfta sér í uþb 4 tíma í stofuhita eða þar til deigið hefur náð amk tvöfaldri stærð.

Hnoðið deigið aftur og skiptið í 24 bollur. Setjið á bökunarpappír og látið lyfta sér aftur í tvöfalda stærð.

Penslið með eggi og stráið sesam eða birkifræjum yfir.

Bakið neðarlega í ofni við ca 220 gráður í uþb 15 mínútur.

Ef að rúnnstykkin ætla að verða of dökk er hægt að leggja álpappír yfir síðustu mínúturnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband