Ensk kartöflusúpa

200 g gulrætur (rifnar)
100 g laukur (smátt saxaður)
100 g rófur (rifnar)
200 g kartöflur (skornar í teninga)
200-250 g nautakjötsbiti af skanka (á beini)
1 l nautakjötssoð
Salt, pipar
40 g smjör
HP sósa (orginal)

Aðferð:
Laukurinn er mýktur í smjörinu, gulrótunum og rófunni bætt saman við ásamt soðinu og kjötbitanum. Soðið vel í 20 mín. eða þar til grænmetið er farið að maukast, þá er kartöflunum bætt út í og súpan soðin í aðrar 20 mín. Smakkið súpuna til með salti og pipar (sumir setja 2-3 maukaða tómata saman við) og berið fram í súputarínu með nýbökuðu brauði og HP sósunni. Hver og einn bragðbætir súpuna með henni fyrir sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband