Fylltar kartöflur með valhnetum og múskati
19.8.2009 | 11:47
4 stórar bakaðar kartöflur
2-3 msk smjör
¼ bolli valhnetur (fínt saxaðar)
½ tsk múskat
Salt, pipar
1 eggjarauða
2 msk brauðrasp
Aðferð: Kartöflurnar eru skornar í tvennt og skafnar innan úr hýðinu (ekki skemma hýðið). Síðan er öllu hráefnunum blandað saman í hrærivél og hrært þar til maukið er samfellt og án kekkja. Maukið er þá sett í sprautupoka og sprautað ofan í hýðið, penslað með smjöri og bakað í ofni í 15 mín. eða þar til brúnirnar eru gylltar að lit. Þetta er gott meðlæti með öllum fiski og ljósu kjöti.
2-3 msk smjör
¼ bolli valhnetur (fínt saxaðar)
½ tsk múskat
Salt, pipar
1 eggjarauða
2 msk brauðrasp
Aðferð: Kartöflurnar eru skornar í tvennt og skafnar innan úr hýðinu (ekki skemma hýðið). Síðan er öllu hráefnunum blandað saman í hrærivél og hrært þar til maukið er samfellt og án kekkja. Maukið er þá sett í sprautupoka og sprautað ofan í hýðið, penslað með smjöri og bakað í ofni í 15 mín. eða þar til brúnirnar eru gylltar að lit. Þetta er gott meðlæti með öllum fiski og ljósu kjöti.
Flokkur: Kartöfluréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.