Kjúklingabitar með sítrónu, hunangi og hnetum
10.5.2009 | 14:32
Þegar mikið af sítrónu er í kryddleginum eins og í þessari uppskrift, er ekki gott að láta kjúklinginn liggja lengi í leginum því þá er hætta á að hann verði seigur og stífur.....½ klst er hámarkstími.
6-8 kjúklingabitar
1-2 laukar, saxaðir
4 msk olía
1 tsk engiferduft
1 tsk kanill
safi úr einni sítrónu
1 tsk salt
80 gr heslihnetur
2-3 msk hunang
Hitið ofninn í 180°C.
Blandið lauk, olíu, engiferdufti, kanil, sítrónusafa og salti saman.
Veltið bitunum uppúr blöndunni.
Hellið öllu í ofnfast mót, látið húðhliðina snúa upp og bakið í ofninum i 35-40 mínútur.
Saxið hneturnar og blandið saman við hunangið.
Smyrjið blöndunni á kjúklingabitana og bakið í 10 mín í viðbót.
Það er gott að hita hunangið örlítið, þá er betra að smyrja því á bitana.
Flokkur: Kjúklingur | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.