Súkkulaði- og hnetusmákökur

2 1/4 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 bolli mjúkt smjörlíki
3/4 bolli hvítur sykur
3/4 bolli púðursykur
1 tsk vanillu dropar
2 egg
1 bolli saxaðar hnetur
2 bollar súkkulaðibitar (hvernig sem er...)
Forhitið ofninn í 175 gráður, blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í litla skál. Blandið svo í aðra stóra skál smjörlíkinu, sykrinum, púðursykrinum, og vanilludropunum. Því næst koma eggin, eitt í einu, og hrærið vel saman. Þá er að bæta úr hveitiblöndunni úr litlu skálinni yfir í stóru skálina, og síðast koma súkkulaðibitarnir og hneturnar.

Gerið kökurnar hringlaga með hjálp teskeiðar og raðið á bökunarplötuna. Bakið þar til kökurnar verða fallega brúnar og bíðið svo í ca 10 mín eftir að þær verða kaldar....þá er bara að smakka á þeim :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband