Bjórkúrinn

Því hefur verið fleygt að bjórneysla sé grennandi og hafa eftirfarandi röksemdir verið nefndar því til stuðnings:

  • Bjór inniheldur nánast eingöngu vatn.
  • Bjór inniheldur nokkuð magn áfengis, en það er bæði hreinsandi og þvagræsandi.  Það leiðir til tíðra klósettferða, en slíkar ferðir geta jafnast á við bestu heilsurækt, sé rétt að málum staðið (hnébeygjur og hröð hlaup sé þörfin virkilega sterk.
  • Bjórneysla fer títt fram á börum eða álíka stöðum þar sem ýmis hreyfing er stunduð.  Sem dæmi um það má nefna dans, að standa upp og sækja meiri bjór og eltingarleikur við álitlega einstaklinga.
  • Bjórneysla stuðlar að dýpri og lengri svefn og eins og alþjóð veit er ekki hægt að sofa og borða á sama tíma.  Það getur þó hent fólk, neyti það of mikils bjórs, að það viti ekki hvar það er niðurkomið eða hvernig það komst á téðan stað þegar vaknað er.  En slíkar uppákomur leiða gjarnan til öflugrar líkamsræktar, sé ástandið á þann veg að það þurfi að forða sér í snarhasti á hlaupum.
LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband