Tveggja ára kúrinn
4.8.2008 | 12:39
Tveggja ára kúrinn fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, en kúrinn sá er byggður á áratugalöngum rannsóknum á neysluvenjum tveggja ára barna.
Sértu efins, farðu þá í heimsókn á leikskóla og skoðaðu tveggja ára börnin, en varla er fituörðu að sjá á þessum lágvöxnu búkum.
Morgunmatur:
Tveir vænir bitar af Crayola vaxlit (litur að eigin vali).
Ein dós skyr.is, kastaðu helmingnum á nýju mottuna í borðstofunni.
Hádegismatur:
Eitt harðsoðið egg, bíttu þrjá bita af því og athugaðu svo hvort þú hittir í höfuðið á einhverjum fullorðnum með afgangnum. Eitt súkkulaðikex, sleiktu kremið af, kremdu afganginn á milli fingranna og smyrðu svo herlegheitunum á hvítann sófa.
Kvöldmatur:
Hakk og spaghettí, borðist með fingrunum.
Flokkur: Nokkrir snjallir megrúnarkúrar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.