Hvernig á að gera stökka puru ?

Setjið pörusteikina í ofnfat eða steikingarpott og snúið pörunni niður.  Kryddið með salti og pipar og hellið vatni í fatið þannig að það nái upp að steikinni til hálfs.  Steikið í 180-190°C heitum ofni í 20 mínútur.  Snúið steikinni við, skerið rákir ofan í pöruna, kryddið með salti og pipar og eldið við 190°C í u.þ.b. 30 mínútur.

Ef paran verður ekki stökk eftir þessa meðferð, þá er hægt að stilla ofninn á grill og grilla steikina í nokkrar mínútur en fylgjast mjög vel með henni á meðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband