Oreo ostaterta

10-12 sneiðar.

Botn:

12 Oreo-kex með súkkulaðihjúp.

Fylling:

800 gr Philadelphia-rjómaostur
2 dl sykur
4 egg
1 tsk vanilludropar
12 stk Oreo-kex með súkkulaðihjúp, gróft söxuð

Hitið ofninn í 160°C.  Fóðrið botninn á 24-26 sm smelluformi með smjörpappír.  Malið Oreo-kex í matvinnsluvél og þrýstið í botninn á forminu.  Bakið í 10 mín. 
Hrærið rjómaost ásamt sykri þar til hann verður mjúkur, bætið eggjum útí, einu í einu og hrærið vel.  Blandið vanilludropunum og Oreo-kexi saman við.
Hellið í formið og bakið áfram í 60-70 mínútur.  Kælið.

Kakan er betri ef hún fær að bíða í kæli í sólarhring og hún geymist í allt að viku í kæliskáp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband