Toblerone ísterta
3.8.2008 | 18:53
Tertan er ætluð fyrir 6 (fer eftir svengd bumbunnar )
Botninn:
170 gr hafrakex
2 msk kakó
2 msk púðursykur
80 gr smjör, brætt
Myljið kexið fínt með kökukefli eða í matvinnsluvél. Bætið kakói og púðursykri útí ásamt smjöri og blandið vel.
Hyljið botninn á 26-28 cm smjörpappírsklæddu smelluformi. leggið til hliðar.
Ísinn:
4 eggjarauður
4 msk sykur
200 gr Toblerone
3-4 msk vatn
4 dl rjómi, léttþeyttur
3-4 stk Daim single, saxað (eða 100 gr Toblerone)
Hrærið saman ruður og sykur þar til blandað verður ljós. Bræðið toblerone og vatn saman, bætið útí eggjablönduna og blandið vel saman. Bætið þeyttum rjóma saman við, fyrst smáslettu og síðan öllu.
Hellið í formið og frystið í 2 tíma eða þar til ísinn er orðinn það stífur að súkkulaðibitarnir sitji á yfirborðinu.
Setjið kurlað Daim eða Toblerone yfir og frystið aftur
Flokkur: Kökur og tertur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.