Steiktur kjúklingur með hvítlauk
3.8.2008 | 11:16
Þessi réttur er hriiiiiiikalega góður og vinsæll meðal barnana á mínu heimili
1 kjúklingur
nýmalaður pipar (ég nota sítrónupipar)
salt
1 sítróna
42 hvítlauksgeirar (3 heilir ca)
½ l vatn
kjúklingakraftur eftir þörfum
sósujafnari
Hitaðu ofninn í 200°C. Kryddaðu kjúklinginn að utan og innan með pipar og salti. Skerðu nokkrar örþunnar sneiðar úr miðri sítrónunni, losaðu haminn frá neðanverðri bringunni - það er mjög auðvelt - og smeygðu sítrónusneiðunum inn undir hann. Losaðu einn hvítlaukinn sundur í geira, flysjaðu þá og settu inn í kjúklinginn. Settu kjúklinginn í eldfast fat, kreistu afganginn af sítrónusafanum yfir og steiktu í hálftíma.
Losaðu hvítlaukana sem eftir eru sundur í geira og flysjaðu þá. Dreifðu þeim í kringum kjúklinginn og helltu vatninu í fatið. Steiktu áfram í 45-60 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn og tær safi rennur út ef stungið er í lærið þar sem það er þykkast.
Taktu kjúklinginn út og halltu honum heitum. Helltu soðinu og hvítlauknum í pott og hitaðu að suðu. Bragbættu soðið með kjúklingakrafti, pipar og salti eftir smekk og þykktu það ögn með sósujafnara - en sósan á alls ekki að vera þykk.
Rosalega gott með fersku salati og bökuðum kartöflum.
Flokkur: Kjúklingur | Breytt 4.8.2008 kl. 19:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.