Eplaeftirréttur

Uppskriftin er fyrir 4-6.

3 msk sykur
1 msk kanill
4 græn epli, afhýdd og rifin
150 gr salthnetur, saxaðar
150 gr Nóa súkkulaðirúsínur
170 gr Maltesers, mulið
200 gr brauðrasp
3 msk smjörvi, bræddur
1 líter vanilluís

Hitið ofninn í 180°C.  Balndið saman sykri og kanil og stráið yfir eplin.  Raðið þriðjugnum af eplunum á botninn á eldföstu móti og dreifið þriðjungnum af salthnetunum, súkkulaðirúsínunum, Maltesers og raspi yfir.  Endurtakið tvisvar sinnum.
Hellið bræddum smjörvanum yfir og bakið í ofninum í 25 mínútur.
Berið fram með vanilluís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband