Kanilsnúðar

300 ml mjólk , ylvolg
40 g ger
75 g sykur
100 g smjör
1 egg
½ tsk salt
um 700 g hveiti
1 msk kanell
2 msk mjólk

Mjólkin sett í skál, gerið mulið yfir, 1 msk af sykri stráð yfir og látið standa þar til gerið freyðir. Á meðan er helmingurinn af smjörinu bræddur og síðan látinn kólna nokkuð. 2 msk til viðbótar af sykri hrært saman við gerblönduna ásamt eggi, salti, bráðna smjörinu og svo miklu hveiti sem þarf til að deigið verði hnoðunarhæft en þó fremur lint. Hnoðað vel og síðan látið lyfta sér í a.m.k. 45 mínútur. Hnoðað, flatt fremur þykkt út í aflanga plötu og smurt með afganginum af smjörinu (þarf að vera lint). Afganginum af sykrinum blandað saman við kanelinn og stráð jafnt yfir. Deiginu rúllað upp frá annarri langhliðinni og það síðan skorið í nokkuð þykkar sneiðar, sem er raðað á bökunarplötu. Snúðarnir látnir lyfta sér í um 20 mínútur og ofninn hitaður í 240 gráður á meðan. Penslaðir með mjólk og bakaðir í miðjum ofni í 12-15 mínútur.

Þessir snúðar eru í boði
Lee Ann Maginnis Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband