Pottréttur

600-800 gr nautalundir, einnig er mjög gott að nota folalda eða lambalundir.
200 gr sveppir
2 stk laukar
2 dl. rjómi
2 dl. sýrður rjómi
smjörlíki
smjör
2 msk sinnep
salt og pipar

Laukurinn og sveppirnir sneiddir niður og brúnaðir uppúr smjöri í potti.
Sýrða rjómanum og sinnepinu er hellt yfir og hrært og rjómanum síðan bætt við.  Bragðbætt með salti og pipar og látið malla.
Kjötið skorið í ræmur og snöggsteikt í smjörlíki við háan hita þannig að það sé ljósrautt (ca medium) að innan.
Kryddað með salti og pipar og hrært saman við sósuna og borið þannig fram.
Gott meðlæti er kartöflustappa, rauðkál eða rauðrófur, sýrðar gúrkur og snittubrauð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband