Súkkulaðismákökur
30.7.2008 | 15:57
100 gr smjör
1 dl flórsykur
½ dl púðursykur
1 egg
2 dl hveiti
½ tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
½ dl súkkulaðispænir
1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
2. Hrærið smjör og sykur ljóst og létt.
3. Brjótið eggið í glas og bætið því smám saman út í deigið.
4. Mælið og sigtið þurrefnin útí og blandið varlega saman.
5. Bætið vanilludropunum og súkkulaðispæninum saman við deigið.
6. Hrærið deigið vel saman.
7. Mótið kökur með tveimur teskeiðum og raðið á bökunarplötu.
8. Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur.
Meginflokkur: Krakkaeldhúsið | Aukaflokkur: smákökur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.