Blaðlauksbaka
28.2.2008 | 19:52
Deig:
150 gr heilhveiti
75 gr smjör
1 tsk olía
1-2 msk kalt vatn
Fylling:
200 gr blaðlaukur
2 dl grænmetissoð
200 gr kotasæla
3 egg
100 gr rifinn ostur
35 gr valhnetukjarnar saxaðir
½ tsk paprika
½ tsk sellerísalt
½ tsk hvítur pipar
Hnoðið deigið í matvinnsluvél og geymið í ísskáp á meðan fyllingin er löguð. Skerið blaðlaukinn í 1-1 ½ cm bita og mýkið í sjóðandi grænmetissoði í 2-3 mínTakið upp úr soðinu og látið leka af lauknum. Hrærið vel saman kotasælu, eggi og rifnum osti, blandið varlega saman við soðna blaðlauknum og valhnetukjörnum, kryddið með papriku, sellerísalti og pipar. Smyrjið eldfast mót og fletjið deigið út um 3 mm þykkt og setjið í mótið, hellið fyllingunni yfir og bakið við 220°C í 25-30 mín.
150 gr heilhveiti
75 gr smjör
1 tsk olía
1-2 msk kalt vatn
Fylling:
200 gr blaðlaukur
2 dl grænmetissoð
200 gr kotasæla
3 egg
100 gr rifinn ostur
35 gr valhnetukjarnar saxaðir
½ tsk paprika
½ tsk sellerísalt
½ tsk hvítur pipar
Hnoðið deigið í matvinnsluvél og geymið í ísskáp á meðan fyllingin er löguð. Skerið blaðlaukinn í 1-1 ½ cm bita og mýkið í sjóðandi grænmetissoði í 2-3 mínTakið upp úr soðinu og látið leka af lauknum. Hrærið vel saman kotasælu, eggi og rifnum osti, blandið varlega saman við soðna blaðlauknum og valhnetukjörnum, kryddið með papriku, sellerísalti og pipar. Smyrjið eldfast mót og fletjið deigið út um 3 mm þykkt og setjið í mótið, hellið fyllingunni yfir og bakið við 220°C í 25-30 mín.
Meginflokkur: Ýmsir réttir | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.