Blaðlauksbaka með möndlum

Botn:

100 gr hveiti
50 gr heilhveiti
4 msk vatn
2 msk smjörlíki
½ tsk salt

Fylling:
200 gr blaðlaukur
2 msk matarolía
1 dl vatn
1 tsk salt
¼ tsk pipar
40 gr möndlur afhýddar ca ¾ dl

Ostasósa:
100 gr mildur ostur
1 dl mjólk
2 egg

Blandið saman hveiti, heilhveiti, vatni, smjörlíki og salti og hnoðið. Fletjið deigið út og setjið í bökuform um 22-25 cm í þvermál, og bakið í 10 mín við 200°C. Sneiðið blaðlaukinn þunnt og léttsteikið á pönnu í olíu. Bætið vatni, salti og pipar út í og látið sjóða við vægan hita undir loki í fimm mínútur. Saxið möndlurnar og blandið þeim saman við. Dreifið blaðlauksfyllingunni yfir botninn. Rífið ostinn og setjið í skál hrærið saman við eggjum og mjólk, hellið blöndunni yfir fyllinguna og bakið við 200°C í 30 mín, neðarlega í ofninum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband