Falafel (matbollur)
27.2.2008 | 20:55
1 stór laukur
6 dl soðnar kjúklingabaunir
4 hvítlauksgeirar
1 tsk kóríander duft
1 tsk cummin duft
cayenne pipar á hnífsoddi
hvítur pipar
salt
1 dl hveiti
olía til að steikja upp úr
Maukið laukinn i matvinnsluvél og bætið baununum saman við ásamt kryddinu, bætið hveitinu síðast út í.
Látið maukið bíða í kæli í nokkrar klukkustundir.
Mótið kúlur, á stærð við valhnetur, og fletið örlítið út með lófanum.
Hitið olíu á pönnu (olían á að ná u.þ.b. 1 sm upp á barmana) og steikið bollurnar á báðum hliðum þar til þær eru gullnar og stökkar að utan. Leggið bollurnar á eldhúsbréf svo fitan renni af þeim áður en þær eru bornar fram.
Bollurnar eru líka ágætar kaldar og þær má frysta. Þessa uppskrift má einnig nota í buff, en þá er gott að nota ísskeið eða stóra matskeið til að slumpa á stærðina á buffunum. Rúllið saman í kúlu og fletið út með lófanum. Ef kryddið í uppskriftina er ekki til í skápunum, er tilvalið að nota eitthvað annað, t.d. svolíðið af karrý og eitthvert gott jurtakrydd.
6 dl soðnar kjúklingabaunir
4 hvítlauksgeirar
1 tsk kóríander duft
1 tsk cummin duft
cayenne pipar á hnífsoddi
hvítur pipar
salt
1 dl hveiti
olía til að steikja upp úr
Maukið laukinn i matvinnsluvél og bætið baununum saman við ásamt kryddinu, bætið hveitinu síðast út í.
Látið maukið bíða í kæli í nokkrar klukkustundir.
Mótið kúlur, á stærð við valhnetur, og fletið örlítið út með lófanum.
Hitið olíu á pönnu (olían á að ná u.þ.b. 1 sm upp á barmana) og steikið bollurnar á báðum hliðum þar til þær eru gullnar og stökkar að utan. Leggið bollurnar á eldhúsbréf svo fitan renni af þeim áður en þær eru bornar fram.
Bollurnar eru líka ágætar kaldar og þær má frysta. Þessa uppskrift má einnig nota í buff, en þá er gott að nota ísskeið eða stóra matskeið til að slumpa á stærðina á buffunum. Rúllið saman í kúlu og fletið út með lófanum. Ef kryddið í uppskriftina er ekki til í skápunum, er tilvalið að nota eitthvað annað, t.d. svolíðið af karrý og eitthvert gott jurtakrydd.
Flokkur: Hollari deildin | Breytt s.d. kl. 20:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.