Fiskur í orly

Orlydeig

3 dl pilsner eða vatn

2 msk sykur

1 msk salt

1 tsk olía

1 eggjarauða

hveiti

1 eggjahvíta

 

Pilsner, sykur, salt, olía og eggjarauða hrært saman og þykkt með hveiti, blandan á að vera álíka þykk og pönnukökudeig. Látið blönduna standa í 1 kls. Eggjahvítan er stífþeytt og blandað saman rétt fyrir steikingu.

 

Fiskur

ýsuflök

hveiti

 

Fiskurinn er roðdreginn og snyrtur, skorinn þversum í 3-4 bita eftir stærð og síðan langsum í 5 cm langa bita. Fiskurinn þerraður, kryddaður ef vill og velt upp úr hveiti, settur í orly deigið og djúpsteiktur í djúpsteikingarpotti eða á pönnu í 2-3 mín við 180-200°C.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband