Kjötbollur með kryddjurtum

800 gr svínahakk
2 laukar, saxaðir
3-4 hvítlauksrif
2 msk ólífuolía
1/2 tsk þurrkuð tímjan
10 basilíkublöð e-a 1-2 msk pestósósa
nýmalaður pipar og salt
1 egg
75 gr hveiti, eða eftir þörfum
3 msk matarolía
vatn eftir þörfum
1 msk smjör
1 lítil gulrót
1 lárviðarlauf
sósujafnari og e.t.v. sósulitur

Annar laukurinn, hvítlaukur, olía og kryddjurtir sett í matvinnsluvél og maukað. Kryddað með pipar og salti og síðan er eggi og hveiti hrært saman við. Öllu hnoðað við hakkið og bollur mótaðar úr því (hakk í 1-2 bollur þó skilið eftir).
Tvær matskeiðar af olíu eru hitaðar á stórri pönnu og bollurnar settar á hana. Brúnaðar á þremur hliðum. Dálitlu vatni er hellt yfir og látið malla þar til bollurnar eru soðnar í gegn.
Á meðan er smjör og 1 msk olía hitað í potti. Laukurinn sem eftir er settur út í ásamt gulrótinni og farsinu sem skilið var eftir og steikt í nokkrar mínútur. Hrært oft á meðan. 300-400 ml af sjóðandi vatni hellt yfir og látið sjóða í um 10 mínútur. Soðið er svo síað, hellt aftur í pottinn og soðinu af bollunum hrært saman við. Sósan smökkuð til og e.t.v. dekkt með sósulit. Hellt yfir bollurnar og borið fram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband