Svínakjöt með snjóbaunum
27.2.2008 | 12:34
500 gr svínakjöt (meyrt), t.d. lund eða hryggvöðvi
50 gr kasjúhnetur
2 msk olía
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
5 cm engiferbiti, saxaður smátt
250 gr snjóbaunir (sykurbaunir)
1 msk sojasósa
1 límóna
2-3 vorlaukar
50 gr kasjúhnetur
2 msk olía
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
5 cm engiferbiti, saxaður smátt
250 gr snjóbaunir (sykurbaunir)
1 msk sojasósa
1 límóna
2-3 vorlaukar
Kjötið er skorið í sneiðar, eins þunnar og mögulegt er, og þær síðan í bita. Hneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru rétt byrjaðar að taka lit en síðan hellt á disk og látnar kólna.
Wokpanna hituð mjög vel, 1 msk af olíu hellt í hana og síðan er kjötinu bætt á hana. Veltisteikt við háan hita þar til kjötið hefur allt tekið lit en þá er það tekið upp og sett á disk.
Hitinn er lækkaður, afgangnum af olíunni er bætt á pönnuna og síðan hvítlauk og engifer. Veltisteikt í um 1 mínútu og síðan eru baunirnar og hneturnar settar á pönnuna ásamt sojasósu. Safinn úr límónunni kreistur yfir og steikt í 2 mínútur.
Kjötið er sett aftur á pönnuna, hitað í gegn, smakkað til, vorlaukunum hrært saman við og borið fram strax með hrísgrjónum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.