Grænmetisbaka II
27.2.2008 | 12:33
Deig:
3 dl hveiti
50 gr smjör eða smjörlíki
1 dl kotasæla
1 msk vatn
Fylling:
250 gr sveppir
2 msk smjör eða smjörlíki
6 soðnar, kaldar kartöflur (500 gr)
1 blaðlaukur
2 hvítlauksrif
1 ½ tsk salt
½ tsk sítrónupipar
3 egg
2 dl sýrður rjómi
1 ½ dl kotasæla
½ tsk jurtasalt
1 dl rifinn, bragðmikill ostur
- Blandið smjörinu saman við hveitið með fingrunum þannig að blandan verði að kornóttum massa. Bætið kotasælunni og vatninu út í og hnoðið létt. Einnig má setja hveitið og smjörið í matvinnsluvél og blanda deigið þannig en þá má ekki hnoða of lengi.
- Fletjið deigið út á botn og upp kantana á bökuformi eða smurðu, lausbotna formi og geymið formið í kæli á meðan fyllingin er útbúin. - Skerið sveppina í sneiðar, bræðið smjörið og steikið sveppina í þeim í 1 mínútu. Skerið kartöflurnar og blaðlaukinn í sneiðar og léttsteikið með sveppunum, pressið hvítlaukinn út í og kryddið grænmetisblönduna.
- Þeytið saman eggin og sýrða rjómann og bætið kotasælunni og saltinu út í og hrærið ostinum að lokum saman við. Forbakið bökubotninn við 200°c í 10 mínútur.
- Setjið grænmetisfyllinguna í botninn og hellið eggjablöndunni yfir.
- Bakið neðst í ofninum við 180°c í 30-35 mínútur eða þar til fyllingin er farin að stífna í miðjunni.
- Berið fram með grænu salati.
Flokkur: Ýmsir réttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.