Appelsínukjúklingur

 170 gr kjúklingabringur (án skinns)
100 gr hvítkál
100 gr gulrætur
100 gr paprika
1 rauðlaukur
1 appelsína
paprikukrydd
salt og pipar
1 tsk olía (til steikingar)

Kryddið bringurnar með salti og pipar (eða bara því kryddi sem þið viljið) og steikið svo á pönnu í olíunni. Skerið grænmetið frekar gróft og steikið á wok-pönnu, kryddið með paprikukryddi eða því kryddi sem þið viljið. Setjið smá vatn með grænmetinu (bara lítið) og kreistið appelsínuna yfir. Látið sjóða í vökvanum í smá stund og skellið svo kjúklingnum og restinni af appelsínunni útí.  Borðist.
DDV-merkingar: 1 kross í grænmeti (athugið að laukurinn er takmarkað grænmeti), 1 kross í kjúkling og 1 ávöxtur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband