Kjötpottur

150 gr nauta-, lamba- eða svínakjöt
1 tsk olía (til steikingar)
100 gr Wok-grænmeti (engan mini-maís)
100 gr brokkolí
100 gr sveppir
75 gr maísbaunir
10 gr Létta
salt, pipar og krydd

Gæti ekki verið einfaldara. Kryddið kjötið með salti, pipar eða hvaða kryddi sem þið viljið. Veltið því uppúr 1 tsk af olíu og hendið á heita pönnu. Steikist. Á meðan er um að gera að steikja grænmetið í t.d. wok-pönnu og krydda. Setja 75 gr af maísbaunum í skál og bæta við cirka 10 gr af Léttu. Skellið inní örbylgjuofn í u.þ.b. 1 mín. Og voilá... allt tilbúið.
Kjöt og grænmeti mælist eftir eldun (rýrnun fer eftir fituinnihaldi kjötsins en það getur verið ágætt að mæla cirka 400 gr af grænmeti fyrir eldun, það gerir cirka 300 gr).
DDV-merkingar: 1 kross í kjöt, 1 kross í grænmeti, 1 ávöxtur (maísbaunir í staðinn fyrir ávöxt) og 2 krossar í fita. (Olían sem notuð er til steikingar er partur af extra 1.)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband