Sinnepsmarineraðar Svínalundir (fyrir 4)

700 gr svínalundir
¼ bolli grófkorna sinnep
2 msk hunang
1 msk hvítvínsedik eða sérríedik
Sinnepssósa:
2 msk hunang
1 msk hvítvínsedik eða sérríedik
1 bolli kjúklingasoð (teningur og vatn)
¼ bolli sætt sérrí
2 msk saxaður skallotlaukur
1 msk grófkorna sinnep

Snyrtið lundina og leggið á djúpan disk.

Blandið saman sinnepinu, hunanginu og edikinu og smyrjið blönduni á kjötið. Látið standa í 2-3 tíma í kæli.

Takið kjötið úr maríneringunni (geymið hana í sósuna) og leggið í steikarpönnu og steikið í ofninum í 30-40 mínútur. Látið kjötið standa í 10 mínútur áður en það er skorið í sneiðar og borið fram með sinnepsósu, léttsoðnu grænmeti, kartöflum og salati. Einnig má grilla lundirnar, þá verður að þerra þær vel áður en þær eru steiktar.

Sósa = Setjið það sem eftir er af maríneringunni í pott ásamt öllu sem á að fara í sósuna og látið suðuna koma upp. Sjóðið í 15 mínútur við meðalhita og berið sósuna fram heita með kjötinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband