Fiskdeig

1 kg hakkaður fiskur
50 gr hveiti
50 gr kartöflumjöl
2 dl mjólk
3 egg
2 meðalstórir laukar
2 tsk salt
1 tsk hvítur pipar


Best er að nota ýsu, en einnig má nota þorsk, karfa eða annan fisk.
Sláið saman egg og mjólk. Blandið saman þurrefnum. Saxið laukinn mjög fínt ef matreiða á soðnar fiskbollur eða fiskbúðing, en ívið grófar ef steikja á fiskbollur.
Blandið þurrefnum og eggjahræru til skiptis í deigið og hrærið vel.
Loks er lauknum hrært saman við.
Látið deigið standa undir loki á köldum stað í a.m.k. klukkustund.
Hægt að
gera úr þessu fiskibollur eða fiskhleif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband