Fjölskyldukjötbolla (fyrir 4)

Þessi uppskrift er í raun kjötbolluuppskrift, en til að flýta fyrir matreiðslunni er kjötfarsið sett á pönnuna í heilu lagi. Útkoman er ein stór kjötkaka sem gerir mikla lukku hjá krökkunum. Að sjálfsögðu má einnig móta litlar bollur úr farsinu.

200 g svínahakk
500 g nautahakk (eða nauta- og lambahakk)
2 hvítlauksrif, pressuð
1 stór laukur, rifinn
½ dl brauðrasp
1 dl mjólk
1 egg
salt og pipar eftir smekk
2 msk. tómatsósa
1 msk. Dijon sinnep
2-3 msk. olía, smjör eða smjörlíki

Blandið öllu vel saman í skál. Hitið olíuna á djúpri pönnu, setjið farsið á pönnuna með skeið og sléttið yfirborðið. Steikið kjötkökuna við meðalhita í 5-7 mínútur, hvolfið henni síðan á disk og steikið á hinni hliðinni. Með þessu er gott að bera fram kartöflustöppu sem bragðbætt hefur verið með hvítlauk, pastaskrúfur og tómatsósu eða góða sveppasósu og steikta kartöflubáta og að sjálfsögðu saltat.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband