Hakkbuff í ofni.
26.2.2008 | 10:31
Efni:
400 gr nautahakk
1/2 kg kartöflur
2 sneiðar franskbrauð
1/2 laukur
salt
pipar
1 tsk paprikkuduft
sósa
40 gr smjör eða smjörlíki
4 msk hveiti
1 1/2 dl kjötsoð (vatn + 2 teningar)
1 lítill laukur
2 dl sýrður rjómi
1dl rifinn ostur
2 msk brauðrasp
Meðhöndlun
Sjóðið kartöflurnar í léttsöltu vatni.
Bleytið brauðið í mjólkinni. Saxið laukinn smátt og blandið brauði og lauk saman við nautahakkið. Kryddið með salti, pipar og papriku.
Mótið átta buff úr hakkinu og brúnið snöggt á pönnu, í smjörlíki eða olíu. Raðið þeim fyrir miðju í smurt, eldfast mót. Afhýðið soðnu kartöflurnar og skerið í sneiðar. Raðið þeim í kringum kjötið.
Sósa.
Bræðið smjör eða smjörlíki í potti, bætið hveitinu í og loks kjötsoði í skömmtum.
Afhýðið laukinn og rífið með rifjárni. Bætið honum út í sósuna. Takið sósuna af hellunni og bætið sýrða rjómanum út í, bragðbætið með salti ef með þarf. Sósan er fremur ljós og mætti því skerpa hana með sósulit. Hellið sósunni yfir kjötið og kartöflurnar. Stráið osti og brauðraspi yfir.
Bakið í 175°C heitum ofni í 15 mínútur.
400 gr nautahakk
1/2 kg kartöflur
2 sneiðar franskbrauð
1/2 laukur
salt
pipar
1 tsk paprikkuduft
sósa
40 gr smjör eða smjörlíki
4 msk hveiti
1 1/2 dl kjötsoð (vatn + 2 teningar)
1 lítill laukur
2 dl sýrður rjómi
1dl rifinn ostur
2 msk brauðrasp
Meðhöndlun
Sjóðið kartöflurnar í léttsöltu vatni.
Bleytið brauðið í mjólkinni. Saxið laukinn smátt og blandið brauði og lauk saman við nautahakkið. Kryddið með salti, pipar og papriku.
Mótið átta buff úr hakkinu og brúnið snöggt á pönnu, í smjörlíki eða olíu. Raðið þeim fyrir miðju í smurt, eldfast mót. Afhýðið soðnu kartöflurnar og skerið í sneiðar. Raðið þeim í kringum kjötið.
Sósa.
Bræðið smjör eða smjörlíki í potti, bætið hveitinu í og loks kjötsoði í skömmtum.
Afhýðið laukinn og rífið með rifjárni. Bætið honum út í sósuna. Takið sósuna af hellunni og bætið sýrða rjómanum út í, bragðbætið með salti ef með þarf. Sósan er fremur ljós og mætti því skerpa hana með sósulit. Hellið sósunni yfir kjötið og kartöflurnar. Stráið osti og brauðraspi yfir.
Bakið í 175°C heitum ofni í 15 mínútur.
Meginflokkur: Hakkréttir | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.