Kjúklingasalat

5 kjúklingabringur
200 g majones
200 g sýrður rjómi
1 hvítur laukur
1 dós ananas í bitum
½ rauð paprika
3 msk. mango chutney
1 msk. karrí
eilítið af cayenne-pipar
2 msk. steinselja
vorlaukur
karrí


Eldið kjúklinginn í ofni við 200° í um 35 mín. Blandið majonesinu og sýrða rjómanum saman, kryddið með karríi, mango og cayenne-pipar. Skerið laukinn mjög smátt og ananasinn í litla bita og blandið saman við. Brytjið kaldan kjúklinginn niður og setjið saman við. Skerið að lokum paprikuna smátt ásamt steinseljunni og setjið út í. Blandið þessu svo öllu vel saman og setjið í grunna skál. Skerið vorlaukinn og steikið á pönnu með dálitlu af karríi og skreytið salatið með þessu.
Gott er að bera fram nýtt brauð með þessum rétti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband