Lambakótelettur með kryddsmjöri (fyrir 4)

12 lambakótilettur
100 g smjör
1 msk steinselja, söxuð
1 tsk ferskt rósmarín, saxað
1 hvítlauksgeiri, pressaður
nýmalaður pipar
salt
olía til penslunar

Best er að kóteletturnar séu fremur þykkt skornar. Smjörið hrært mjúkt með kryddjurtum, hvítlauk, pipar og salti, rúllað í lengju, vafið í smjörpappír og kælt þar til það er stíft. Kjötið penslað með örlítilli olíu, kryddað með pipar og salti og steikt á grilli, vel heitri grillpönnu eða húðaðri steikarpönnu í 3-4 mínútur á hvorri hlið, eða eftir þykkt og smekk. Settar á heitt fat, smjörið skorið í sneiðar og ein sneið sett á hverja kótelettu. Borið fram strax, t.d. með grillsteiktum tómötum og gratíneruðum eða bökuðum kartöflum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband