Bakaðir bananar í karamellu

4 bananar
30 gr smjör
200 gr sykur
100 gr smjör
1 dl rjómi
1,5 dl vatn
1 msk sítrónusafi

Byrjið á að laga karamellusósu með því að setja saman í pott sykurinn, vatnið og sítrónusafann og sjóða niður við vægan hita uns gullinbrúnt. Takið af hitanum og bætið í smjörinu (50 gr) og vinnið saman við með sleif. Hellið rjómanum í og hrærið vel. setjið aftur yfir til suðu í smá stund.
Afhýðið bananana og kljúfið eftir endilöngu. Steikið í smjörinu (30 gr) þar til léttbrúnaðir. Setjið í eldfast form og hellið karamellusósunni yfir.
Gljáið undir grilli í nokkrar mínútur, passið að brenna ekki.

Berið fram með vanilluís.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband