Kartöflubátar

4 stórar bökunarkartöflur
4 msk ólífuolía
4 msk smjör bráðið
2 tsk sjávarsalt
½ tsk nýmalaður pipar
½ tsk paprikuduft
½ tsk hvítlauksduft

Hitið bakarofn í 225°C.
Skerið kartöflurnar eftir endilöngu í báta, það eiga að fást átta bátar úr hverri kartöflu.
Blandið saman smjöri og ólífuolíu.
Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og penslið pappírinn með smjörblöndunni, leggið kartöflubátana á ofnskúffuna og penslið þá með blöndunni, bakið
kartöflurnar þar til þær eru fallega brúnar í um 10 mínútur.
Blandið saman kryddinu og stráið því yfir kartöflurnar og bakið áfram í 15 mínútur.

Berið fram strax.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband