Bakað heitt kartöflusalat

1 kg litlar nýjar kartöflur
1¼ dl jómfrúarólífuolía
5 msk steinselja, söxuð fersk
25 g ólífur, svartar, steinlausar, fínt saxaðar
1½ msk kapers
1 msk Balsamic edik
6 stk sólþurrkaðir tómatar í olíu, sxaðir
1 stk rauðlaukur, fínt saxaður
sjávarsalt, gróft
pipar, svartur, nýmulinn

Setjið kartöflurnar í eldfast fat. Sáldrið sjávarsaltinu og 2-3 msk af ólífuolíu yfir kartöflurnar og hristið til að olían komist í snertingu við allar kartöflurnar.

Setjið í 200°C heitan ofn og bakið í 25-30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Rétt er að snúa þeim af og til í ofninum.

Meðan kartöflurnar eru að bakast; setjið þá allt hitt hráefnið í stóra skál og blandið vel saman. Kryddið með salti og pipar.
Takið kartöflurnar úr ofninum, stingið í hverja kartöflu með gaffli og skerið í tvennt. Hvolfið svo heitum kartöflunum í skálina með kryddblöndunni, veltið þeim upp úr leginum og berið fram hvort heldur sem er; heitt eða kalt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband