Pepperoni borgarar

Uppskriftin er fyrir fjóra hamborgara.
  • 500 g nautahakk
  • 50-60 g pepperóní, saxað smátt
  • 1 dl pítsusósa
  • handfylli ferskar kryddjurtir, sbr. basilíka og/eða steinselja, skorið smátt
  • (notið annars 1-2 msk. þurrkaðar kryddjurtir ef þær fersku eru ekki við höndina)
  • ½ dl graslaukur eða skallotlaukur, smátt saxaður
  • salt, grófmalaður pipar, pítsukrydd eða ítölsk kryddblanda að smekk
  • ferskur mozzarellaostur, sneiddur

Blandið öllu mjög vel saman og mótið þykka og fína hamborgara. Grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið, fer eftir stærð og þykkt borgaranna. Setjið ostsneið ofan á borgarana rétt í lok eldunartímans og látið ostinn byrja að bráðna. Hitið hamborgarabrauðin, smyrjið þau pítsusósu, setjið grænt salat og síðan hamborgarann. Mjög gott er að setja rauðlaukssneiðar á toppinn og skreyta með basilíku.

Uppskrift sótt á Pjattrófurnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband