Nautahakk í smjördeigi
27.6.2011 | 10:06
500 gr nautahakk
1 pakki smjördeig - afþýtt
250 gr sveppir-sneiddir
2 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk rosmarín
2 msk hveiti
2 egg-pískuð
1 paprika-söxuð
10 olífur-sneiddar
1 laukur-saxaður
smjör/olía.
Stillið ofninn á 200°C.
Brúnið sveppina. Hrærið saman nautahakki,kryddi,eggjum,hveiti,lauk,sveppum,papriku og ólífum en athugið að nota ekki alveg öll eggin,geymið smávegis til að pensla með smjördeigið. Leggið smjördeigslengjurnar aðeins inn á hvor aðra og fletjið út í ferning 40x30 cm. Formið hakkblönduna eins og brauð og pakkið inn í deigið. Penslið deigið þar sem brúnirnar lokast og lokið vel. Setjið í eldfast mót og bakið í klukkutíma.
Uppskrift sótt á http://wiki.khi.is/index.php/Nautahakk_%C3%AD_smj%C3%B6rdeigi
Flokkur: Hakkréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.