Humarsúpa að hætta meistarans

500 g humar í skel
3 stk fiskiteningar
3 stk meðalstórar gulrætur
2 stk hvítlauksrif
2 l vatn
1 stk laukur
1 stk paprika, græn
1 l rjómi (má líka nota matreiðslurjóma)
ljós sósuþykkir
smjör til að steikja skeljarnar

Skelflettið og hreinsið humarinn, Brúnið skelina í potti ásamt hvítlauknum við vægan hita, Bætið vatni, gróft skornum lauk, papriku og gulrótum út í og látið krauma í 10 tíma.

Sigtið soðið og bætið fiskikrafti út í. Þykkið soðið með ljósum sósuþykki eftir smekk og bætið svo rjómanum saman við. 15 mín áður en súpan er borin fram er humarinn settur út í. Passið að súpan sjóði ekki eftir það, humarinn á bara að hitna í gegn. Berið þessa ljúffengu súpu fram með hvítlauksbrauði sem fengið hefur að hitna í ofni á meðan humarinn verður til. Hægt er að útbúa soðið með nokkrum fyrirvara og geyma í frysti.

Uppskrift sótt á: Humarsalan.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband