Fróðleikur um banana

Óumdeilanlega eru bananar heilsufæða þó þeir séu ekki eins mikil næringarefnasprengja og margir halda. Það sem gerir þá eftirsóknarverða er hversu ríkir af trefjum og kalíumi þeir eru.

 Bananar innihalda 3-4g af trefjum og 422mg af kalíum, "ekki slæmt". Trefjarnar eru nauðsyðnlegar fyrir meltinguna en kalíum hjálpar m.a. til við að viðhalda heilbrigðri frumustarfsemi, viðhalda jafnvægi á vökva og söltum í líkamanum. Það sem sennilega er þó mikilvægast er að kalíum á þátt í að viðhalda stöðugum hjartslætti. Ef kalíumforðinn í líkamanum fer of langt niður finnur þú fyrir þreytu og slappleika og getur fengið sinadrátt eða vöðvakrampa. Visindamenn hafa haldið fram að kalíum geti dregið úr háum blóðþrýstingi sem m.a. eykur hættu á hjartasjúkdómum.

Bananar eru frábærir fyrir meltinguna og fyrir "góðu" gerlana í meltingarveginum.

 Í hverjum banana eru u.þ.b. 100 hitaeiningar en þeir flokkast  með meðal-háan sykurstuðul. Sykurstuðullinn segir til um hversu mikil áhrif  matvaran hefur á blóðsykurinn.  

Innra lagið í hýðinu á bananaum er auðugt af næringarefnum, borðaðu það beint með skeið eða skelltu því í smoothie-drykkinn. 

Borðaðu banana á hverjum degi, það er bráðhollt fyrir alla.

Fengið af Facebook síðu Kosts


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband