Fróðleikur um appelsínur

Appelsínur eru auðugar af C vítamíni en það er eitt öflugasta andoxunarefni sem til er. Það hjálpar til við að vernda frumur og DNA í líkamanum. Í hverri appelsínu er u.þ.b. 635 mg af c vítamíni. Gert er ráð fyrir að magn c vítamín í líkamanum sé 1.5 g undir venjulegum kringumstæðum. Þörfin eykst við líkamlegt álag og reykingamenn þurfa meira C vítamín.

Líkaminn getur ekki framleitt c vítamín en það er lífsnauðsynlegt fyrir hann. Appelsínur eru  gómsætar en því hefur verið haldið fram að ástæðan fyrir því hve sólgin við erum í sætindi liggi í því að þetta sé leið hjá líkamanum til að ná í ýmis næringarefni eins og C vítamín sem eru líka í sætum ávöxtum.  

Appelsínur innihalda límonaði en rannsóknir á frumum hafa sýnt að það hjálpar til við baráttuna gegn krabbameini í munni, húð, lungu, brjóstum, maga og ristli. Rannsóknir sem enn eru á frumstigi sýna að límonaði getur hjálpað til við að lækka kólestról(blóðfitu)

Appelsínur innihalda m.a. kalíum sem hjálpar til við að  lækka hækkaðan blóðþrýsting og kalsíum (kalk). Kalk er það steinefni sem mest er af í líkamanum. Kalk er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi taugakerfisins, samdráttarhæfni vöðva, stjórnun hjartsláttar, sendingu rafboða, storknun blóðs og eðlilegan blóðþrýsting.

En er þá ekki nóg að fá sér bara appelsínusafa. Svarið er nei. Appelsínusafi er að stærstum hluta sykur og vatn og lítið af næringarefnunum sem eru í ávöxtnum skila sér yfir í glasið. Svo ertu að drekka hlutfallslega mikið meiri sykur en þú myndir fá úr appelsínunni sjálfri. Það er lítið mál að drekka 2 glös af appelsínusafa en þú myndir aldrei borða 10 appelsínur í einu. Gerðu safan heldur sjálfur, þannig ertu að fá meira af næringarefnunum og trefjunum sem tapast oftast í framleiðsluferlinu á appelsínsafa í fernum.

Fengið af Facebook síðu Kosts


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband