Fróðleikur um epli
26.5.2011 | 13:05
Ef þú borðar epli á hverjum dagi eru 32% minni líkur á að þú fáir hjártaáfall. Auk þess dregur það úr hættu á krabbameini, hjartasjúkdómum, asma, og sykursýki. Rannsóknir hafa bent til að hætta á lungnakrabbameini minnkar um allt að 50%.
Epli innihalda öflugt andoxunarefni sem hjálpar til að viðhalda heilbrigðum líkama og halda sjúkdómum í skefjum. Rannsóknir hafa meira að segja sýnt að regluleg neysla á eplum hjálpar þér við að losna við aukakílóin.
Þú færð trefjar úr eplum m.a. pektín sem eru leysanlegar trefjar sem geta m.a. dregið úr of háu colistroli(blóðfitu) og hjálpað til við að koma jafnvægi á blóðsykurinn.
Þegar þú borðar epli eða býrð til epladjús ættir þú ekki að gleyma hýðinu. Í hýðinu eru öflug andoxunarefni sem ma.a. geta hamla vexti krabbameinsfrumna.
En er þá ekki nóg að drekka epladjús? Nei því miður, epladjús úr fernu inniheldur ekki nema brotabrot af öllum þeim frábæru næringarefnum sem eru í eplum. Heimatilbúinn safi er allt annað mál, en úr honum færðu meira af því sem er í eplunum, bara muna eftir að láta híðið fylgjameð í safapressuna.
Það er ekki spurning: Epli á dag heldur lækninum í burtu.
Unnið uppúr bókinni: The 150 Helthiest Foods on Earth e: Jonny Bowdner
Fengið af Facebook síðu Kosts
Flokkur: Góð ráð frá Mömmu | Breytt s.d. kl. 14:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.