Jólagrauturinn
28.11.2010 | 21:10
Sjóðið 1 dl af hrísgrjónum í hálfum lítra af vatni. Saltið.
Bætið við vanillustöng eða vanillusykri. Þegar vatnið hefur gufað upp bætið þá 1 líter af nýmjólk í smáum skömmtum. Hrærið í við lágan hita. Til að gera grautinn ómótstæðilegann má bæta við 1 pela af rjóma með fyrsta skammti af mjólkinni.
Að lokum er mandla með hýði sett útí og möndlugjöfin klár á kantinum :)
Flokkur: Ýmsir réttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.