Jólabiti Fjölskylduhjálpar

Ég er, ásamt fleiri góðum konum, að baka smákökur fyrir Fjölskylduhjálpina og á þessu heimili varð þessi uppskrift fyrir valinu.

Þær eru smáar, eiginlega bara einn munnbiti hver kaka en þú getur auðveldlega gert bara stærri kúlur til að gera þær stærri :)

  • 2 dl hveiti
  • 1 dl sykur
  • 1 dl mulið kornflakes
  • 1 msk kókosmjöl
  • 1/4 tsk salt
  • 1/4 tsk matarsódi
  • 50 gr smjörlíki
  • 50 gr saxað suðusúkkulaði eða súkkulaðispænir
  • 1 egg

Blandið öllu þurrefninu saman í skál og hrærið saman, bætið svo egginu við og svo súkkulaðinu.  Hnoðið deigið saman og skiptið því svo í 6 parta.

Rúllið hverjum parti í lengju og skerið hana í 10 bita og rúllið hverjum bita í kúlu.
Ca 25 kúlur á plötu, 200°C í 10 mínútur.  Takið strax af plötunni og leyfið að kólna :)

Úr þessari uppskrift verða 60 Jólabitar :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband