Kókosbitar

2 bollar ljóst síróp
¼ bolli smjör
1 bolli sykur
1 tsk. salt
1 tsk. möndludropar
450 g kókosmjöl
hjúpsúkkulaði

Setjið sírópið, smjörið, sykurinn og saltið í þykkbotna pott. Látið suðuna koma upp og hrærið vel í blöndunni. Sjóðið við meðalhita þar til blandan þykknar eða notið sykurmæli og sjóðið þar til hann sýnir 120°C. Smyrjið ferkantað, grunnt form. Blandið möndludropunum og kókosmjölinu út í sírópsblönduna og hellið kókosmassanum í formið. Geymið í kæli þar til blandan stífnar og er orðin köld. Skerið í ferhyrnda bita og hjúpið bitana með súkkulaði. Geymið kókosbitana í kæli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband