Trufflur

500 g dökkt súkkulaði
2 ½ dl rjómi

Bragðefni: 1 msk. koníak eða líkjör (koníakstrufflur)
1 tsk. piparmintudropar (piparmintutrufflur)


Brytjið súkkulaðið smátt og setjið í skál. Hitið rjómann að suðumarki og hellið yfir súkkulaðið. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Bætið bragðefnum í eftir smekk, hrærið vel og geymið súkkulaðimassann í kæli í 4-6 klukkustundir. Mótið kúlur úr massanum með teskeið eða kúluskeið og veltið þeim upp úr kakói, ristuðum hnetum, kókosmjöli eða rifnu súkkulaði. Geymið í kæli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband