Snjóboltar
21.11.2010 | 17:25
Hráefni:
4 dl kókosmjöl
4 dl flórsykur
1 eggjahvíta
3 msk brætt smjör
3-4 msk rjómi
Smá vanilla
Hvítt súkklaði til að hjúpa
Aðferð: Smjörið er brætt og rjóminn settur út í. Eggjahvíta, kókosmjöl og flórsykri (blanda honum rólega við) er bætt við allt. Þetta er svo hnoðað, mótað í kúlur (gott að hafa bökunarpappír á plötu undir kúlurnar), kælt og að lokum hjúpað.
Þessu má velta upp úr kókosmjöli.
Flokkur: Konfekt og annað nammi | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.