Kjúklingur með beikoni

1-2 kjúklingar eftir stærð
1 tsk paprikuduft
4 beikonsneiðar
1 ds niðurs tómatar-hvítlaukur(má sleppa)
salvía

Kjúklingur skorinn í bita og steiktur á pönnu ásamt beikonbitum.  Kryddað vel.  Hellið tómötunum yfir og látið sjóða undir loki í ca 15 mín.

Kjöthleifur

1 kg nautahakk
1 bolli haframjöl
1 lítil ds tómatkraftur
1 smátt saxaður laukur
2 egg
salt og pipar e.smekk.

Hrært saman. Sett í form og bakað við 200 gráður í 45 mín.

Piparbuff

800 gr nautahakk,hrært með 2 eggjarauðum og 2 dl rjóma. Mótið buff og steikið.

Græn piparsósa.
2 litlir perlulaukar brúnaðir á pönnu, 4 dl hvítvín (ekki sætt) og 4 dl soð blandað sman við ásamt smá smjöri,soðið niður í ca 10 mín. Rjóma bætt saman við og soðið þar til þykknar,3-4 græn piparkorn ,2 tsk franskt sinnep,nokkrir tabasco dropar til bragðbætis.


Pylsusufflé

3 msk smjör
4 msk hveiti
4 dl mjólk
1 tsk salt
¼ tsk pipar
2 dl rifinn ostur
4 egg
ca. 300 gr pylsur

Búið til uppbakaða sósu, þykkið hana með rifna ostinum, kælið, bætið þá eggjarauðum og pylsubitum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið saman við síðast. Bakað neðst í ofni við 175 gráður í ca 45 mín.


Kjúklingasalat

5 kjúklingabringur
200 g majones
200 g sýrður rjómi
1 hvítur laukur
1 dós ananas í bitum
½ rauð paprika
3 msk. mango chutney
1 msk. karrí
eilítið af cayenne-pipar
2 msk. steinselja
vorlaukur
karrí


Eldið kjúklinginn í ofni við 200° í um 35 mín. Blandið majonesinu og sýrða rjómanum saman, kryddið með karríi, mango og cayenne-pipar. Skerið laukinn mjög smátt og ananasinn í litla bita og blandið saman við. Brytjið kaldan kjúklinginn niður og setjið saman við. Skerið að lokum paprikuna smátt ásamt steinseljunni og setjið út í. Blandið þessu svo öllu vel saman og setjið í grunna skál. Skerið vorlaukinn og steikið á pönnu með dálitlu af karríi og skreytið salatið með þessu.
Gott er að bera fram nýtt brauð með þessum rétti.

Kókosbolluterta

Rjóma/kókosbollublandan er svona:
1/2 líter þeyttur rjómi
1 stappaður banani blandað saman við rjómann
4 kókosbollur settar útí

1 stk gulur svampbotn neðst (annað hvort bakar hann sjálf eða kaupir tilbúinn útí búð)

C.a helmingur af rjóma/kókosbollublöndunni sett ofan á svampbotninn

Þar ofan á fer einn marengsbotn (getur notað hvernig marengs sem er, rosa gott að hafa kornflexmarengs)

Ofan á marengsbotninn fer svo restin af rjóma/kókosbollublöndunni

Ofan á allt saman seturðu svo jarðaber, bláber, vínber og svo nóa kropp eða súkkulaði rúsínur.

DSC00745


Kókosbollujummí

1 stór poki Nóakropp
1 botn púðursykurmarens
3-4 kókosbollur
2 öskjur jarðaber (bláber eða annað)
2 pelar rjómi

Aðferð:
Setjið botnfylli af nóakroppi í skál eða form. Þeytið rjómann og hyljið nóakroppið með helmingnum. Myljið marensbotninn og setjið ofan á. Kókosbollurnar koma næst. Dreifið úr þeim með gaffli. Skolið jarðaberin og skerið í litla bita og dreifið yfir. Setjið að lokum hinn helminginn af þeytta rjómanum yfir allt saman. Geymið í kæli í nokkrar klst. áður en borið er fram. Skreytið eftir smekk, t.d. með kiwi, nóakroppi eða berjum.


Golden heitur réttur

1 pk. Golden hrísgrjón frá Batchelors 
½ dós sveppir
1 bréf skinka ( rifin niður) 
½ brauð
2 msk majones
1 tsk karrí
1 peli rjómi
Ostur

Hrísgrjón soðin. Safi af sveppum, karrí, rjómi og majones hrært saman. Brauð rifið niður og sett í eldfast mót. Því næst er hrísgrjónunum, sveppunum og skinkunni bætt út í og að lokum er rifinn ostur settur ofan á. Hitað við 180° til 200° þar til osturinn er bráðnaður

Heitt rúllutertubrauð

Rúmlega ½ sveppaostur 
1 Rjóma piparostur.
1 Campels súpa sveppa
1 skinkubréf
1 sveppa dós
Hálf dós aspas (hvítur).
Rifin gratín ostur.
Papríku krydd.
2 Rúllutertubrauð

Skera skinkuna i kubba,setja allt gumsið i pott og hita aðeins þar til osturinn er bráðnaður saman við.
Fletja brauðið út og smyrja gumsinu á.
Setja ost yfir og krydda með papríku kryddi, nota soðið og safann úr aspasinum og sveppunum í gumsið 1 1/2 dsl af hvoru.

Bakið við 200°C hita þar til osturinn er bráðnaður og fallega gullinn Smile 

Ostasalat

1 piparostur, skorinn í bita
1 brie, skorinn í bita
Fullt af steinlausum vínberjum skornum í tvennt
½ púrrulaukur, smátt skorin
½ rauðlaukur, smátt skorin
1/2 -1 paprika, smátt skorin (flott að hafa rauða ef vínberin eru græn og öfugt)
c.a. ½-1 dós af sýrðum rjóma
c.a. 2-5 msk af majónesi

Hér er uppskrift af ostasalati, en það er hægt að skipta ostunum út eftir smekk.
Eins vil ég benda þér á að gera salatið helst daginn áður eða amk nokkru klukkutímum fyrir notkun og hafa það þá frekar "þykkt" (ekki mikið majó/sýrður rjómi)því safinn á svo eftir að renna úr vínberjunum og þá þynnist það! Þetta er SJÚKLEGA gott

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband