Nuts and bolts! Snakk !!

  Frábært snakk fyrir öll möguleg og ómöguleg tækifæri.

425 gr. Cheerios
425 gr.hafrakoddar
225 gr. jarðhnetur
250 gr.Saltstangir,brotnar niður
250 gr.Ostepops.

1 1/4 bolli smjör
4 msk. Worcestershire-sósa
1 tsk.Hvítlaukssalt
1 skvetta Hotsauce(tabasco) eða cayenne-pipar.

Mjög stór uppskrift, 1/2 uppskrift fyllir vel í stóra ofnskúffu.
Smjör brætt og sósum og salti bætt útí. Öll þurrefni sett í ofnskúffu með bökunarpappír, smjörbráð hellt yfir, hrært vel í og hitað í ofni í ca. 40-60 mín. við 120 gráður. Hræra reglulega í gumsinu... og volla!
Frábært snakk fyrir börn og fullorðna.


"Taktu til í skápunum" Ostakaka!

Fékk þessa frá Önnu Kristínu vinkonu minni, takk skvís Smile

Ostakaka.
250 gr.makkarónur, homeblest, kanilkex...nú eða það sem til er í skápnum hverju sinni!!! 
75 gr. brætt smjör.
400 gr. rjómaostur
200 gr. flórsykur, 
1/2 l. þeyttur rjómi,
2 tsk. vanillusykur

* Kex mulið í t.d. mulinex....og brætt smjör hrært út í! (Gott að frysta í smá stund áður en ostablandan er sett yfir).
*Rjómaostur hrærður vel og flórsykri og vanillusykri bætt útí...hrært aftur.
*Þeyttum rjóma blandað saman við og svo er hægt að fara að leika sér:

1) Klassíkin er að missa ca.1 pk.af daim kúlum útí og setja svo yfir krem sem samanstendur af:
200 gr. suðusúkkulaði sem er brætt og blandað svo saman við 1 dós af sýrðum rjóma og 1 skeið af þeyttum rjóma sem þú tekur frá rjómanum sem fer í ostablönduna.

En svo er líka hægt að hræra út í þessa blöndu rifsberja, bláberja eða jarðaberjasultu.  Hef líka prufað að setja sítrónufrómasduft út í ostablönduna, makkarónukökur, gróf muldar og svo margt margt fleira..bara nota hugmyndaflugið!!!

 


Púðursykurs-ricecrispies marengs með karamellukremi

Uppskrift frá Sigurlaugu Rósu Guðjónsdóttur, takk kærlega Smile

Botnar:
4 eggjahvítur, 2dl púðursykur, 1dl sykur > þeytt
2 bollar rice crispies blandað varlega saman við.
2 botnar - 24cm form/hringur á bökunarpappír
150gráður í 40 mín...

Rjómakrem:
3 dl rjómi, 1/2tsk sykur, 1/2tsk vanillusykur > þeytt saman, smurt á milli botna

Karamellubráð:
2dl, rjómi, 150g sykur, 40g sýróp > saman í pott, sjóða við vægan hita þar til karamellan loðir við sleifina. Setja 30g smjör og 1/4tsk vanilludropar útí. Taka af hitanum. Hræra þar til smjörið er bráðið. Kæla lítillega og blanda 1/2dl þeyttum rjóma saman við. Kæla þar til meðfærilegt.

Svo er bara að nota þá ávexti sem eru í uppáhaldi til að skreyta með :)

Þessi kaka er með epli, vínber, jarðaber og bláber, mmmmmm

Vona að þið njótið vel :)


Athugið að það tekur ca. 3 korter að gera karamelluna, frekar tímafrekt!!!
Hef heyrt að það sé hægt að nota karamelluíssósu, eða bræða karamellutöggur, en þessi er samt alveg tímans virði, heví góð :)

Og ekki gleyma súkkulaðispænunum til að fegra með :)

 

 

Púðursykurs-ricecrispies marengs með karamellukremi

 


Rúgbrauð

4 bollar rúgmjöl
2 bollar heilhveiti
1 líter súrmjólk
500 gr. síróp
3 tsk salt
3 tsk matarsódi

Ég blanda þessu öllu saman í stórri skál og set í smurða Machintosh dós, loka henni og set í 100°C heitann ofn í ca 10 klst....

Sumir bentu mér á að nota ofnpott (þessa svörtu sem flestir kannast við) og ætla ég að prufa það næst :)

Einnig ákvað ég að nota hnetu/karamellusúrmjólk í stað venjulegrar og minnkaði þá sírópsmagnið í staðinn :)


Linsubaunasúpa með grænmeti og kókos

Fyrir 4.

  • 200 gr linsubaunir
    2 laukar
    3 gulrætur
    1 paprika
    4 kartöflur
    2 msk ólífuolía
    1 L grænmetissoð
    8 msk balsam edik
    Salt
    múskat
    karrý
    sýrður rjómi
    kókosmjöl

Leggið linsubaunirnar í bleyti í sólarhring.

Hellið vatninu af linsubaununum og setjið í pott.  Brytjið grænmetið útí.
Bætið grænmetissoði, balsamediki og olíunni saman við.  Kryddið eftir smekk.
Sjóðið í u.þ.b. klukkustund,

Setjið súpuna í skál og stráið kókosmjöli yfir.  Setjið eina msk af sýrðum rjóma í hverja skál :)


Smjörkökur ömmu Dreka

300 gr sykur
215 gr smjör
1 egg
325 gr hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
Sítrónu og vanilludropar eftir smekk (má sleppa)
Hnoðað, velt í lengjur og skorið niður og sett á plötu. Bakað við 200°c.

Hvít lagkaka

450 g sykur
450 g smjörlíki
8 egg
500 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
Rifinn appelsínubörkur af ½ appelsínu
Sama aðferð og við brúnu lagkökuna. Sulta að eigin vali á milli.

Brún lagkaka

450 g sykur Smjörkrem:
450 g smjörlíki
8 egg 150 g smjör
430 g hveiti 100 g smjörlíki
65 g kakó 230 g flórsykur
1 tsk brúnkökukrydd 1 egg
1 tsk kanill 1 tsk vanilludropar
½ tsk engifer
½ tsk negull
½ tsk vanilludropar
Smjörlíki og sykur er hrært vel saman og svo eggin út í, eitt í einu. Bætið þá þurrefnum saman við og hrærið vel. Klæðið plöturnar með bökunarpappír og skiptið deiginu í 4 hluta og smyrjið út á plöturnar. Bakið við 220°c í 10-12 mín.

Engiferkökur Ömmu í Hlíð

½ kg hveiti
½ kg púðursykur
225 g smjörlíki
2 egg
30 g lyftiduft
1 tsk natron
1-2 tsk engifer
1 tsk kanill
11/2 tsk negull
Hrært, rúllað upp í stöngla, kælt, skorið í smáar kökur og sett á plötu og bakað við fremur hægan hita . ( hjá mér 150°C blástur í um 10-12 mín)
Má minnka sykurinn um helming, en þá verða kökurnar bara harðari.

Amerískar kökur ekta

2 1/2 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 bolli smjörlíki
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
1 tsk vanilludropar
2 egg
2 bollar súkkulaðibitar
1 bolli heslihnetur (má sleppa)
Smjörlíki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman, síðan er eggjunum bætt útí einu í einu. Þurrefnum bætt út í: hveiti, salti og matarsóda Hnetum og súkkulaði bætt út í, í lokin Ca. teskeið fer svo á bökunarpappír, bakist við 180° í ca.10 mín.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband